fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpssamningur vegna Heimsmeistaramóts félagsliða hefur vakið athygli og þá sérstaklega í Bretlandi.

Enginn áhugi var á því að kaupa mótið sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar, Sky, BBC og fleiri höfðu engan áhuga á að borga fyrir mótið.

ITV bauðst til að taka mótið en vildi ekki borga krónu fyrir réttinn á því, var þetta áfall fyrir FIFA sem er að setja púður í keppnina.

Málið var tekið fyrir í hlaðvarpinu, Upshot.

DAZN sem er öflug streymisveita mætti þá og bauð 1 milljarð dollara í réttinn í Englandi, vakti þetta nokkra athygli.

Nokkrum dögum áður hafði DAZN fengið milljarð dollara frá ríkisstjórn Sádí Arabíu, er þetta sagt tengjast sterkum böndum.

Þegar FIFA hafði samþykkt tilboð DAZN með peningum frá Sádí Arabíu var leiðin greið, því nokkrum dögum síðar var svo staðfest að Heimsmeistaramótið árið 2034 fer fram í Sádí Arabíu.

Telja margir að Sádarnir hafi keypt sér atkvæði og mótið með því að dæla peningum í Heimsmeistaramót félagsliða sem er umdeilt mót og hefur hingað til ekki kveikt áhuga hjá fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val

Jónatan Ingi slekkur í öllum kjaftasögum – Skrifaði undir nýjan samning við Val
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah
433Sport
Í gær

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna

Áhugi á Salah víðar en í Sádí – Áhugaverður áfangastaður kominn í umræðuna
433Sport
Í gær

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“

Ólafur segir gagnrýni íslenskra blaðamanna hafa verið óvægna og lýsir aðferðum þeirra – „Nú skaltu þegja, passaðu þig á því að þegja“