fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpssamningur vegna Heimsmeistaramóts félagsliða hefur vakið athygli og þá sérstaklega í Bretlandi.

Enginn áhugi var á því að kaupa mótið sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar, Sky, BBC og fleiri höfðu engan áhuga á að borga fyrir mótið.

ITV bauðst til að taka mótið en vildi ekki borga krónu fyrir réttinn á því, var þetta áfall fyrir FIFA sem er að setja púður í keppnina.

Málið var tekið fyrir í hlaðvarpinu, Upshot.

DAZN sem er öflug streymisveita mætti þá og bauð 1 milljarð dollara í réttinn í Englandi, vakti þetta nokkra athygli.

Nokkrum dögum áður hafði DAZN fengið milljarð dollara frá ríkisstjórn Sádí Arabíu, er þetta sagt tengjast sterkum böndum.

Þegar FIFA hafði samþykkt tilboð DAZN með peningum frá Sádí Arabíu var leiðin greið, því nokkrum dögum síðar var svo staðfest að Heimsmeistaramótið árið 2034 fer fram í Sádí Arabíu.

Telja margir að Sádarnir hafi keypt sér atkvæði og mótið með því að dæla peningum í Heimsmeistaramót félagsliða sem er umdeilt mót og hefur hingað til ekki kveikt áhuga hjá fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum