fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Móðir stjörnunnar stelur fyrirsögnunum trekk í trekk – Kýldi mann baksviðs og hélt vöku fyrir litlum börnum

433
Mánudaginn 14. apríl 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Foden, leikmaður Manchester City, mátti þola ljóta söngva frá stuðningsmönnum erkifjendanna í Manchester United um móður hans á dögunum. Móðirin, Claire Rowlands, hefur töluvert verið í fréttum í gegnum tíðina.

Daily Star tók saman nokkrar fréttir af Rowlands í gegnum tíðina. Síðast í nóvember gerði hún allt vitlaust á meðal nágranna sinna er hún kveikti í flugeldum að kvöldi til og var með sýningu í um tvær klukkustundir.

Þetta gerði hún í rándýru úthverfi Manchester, þar sem Foden hafði keypt fyrir hana stórt hús. Olli þetta mikilli gremju meðal nágranna sem fyrr segir, sér í lagi þar sem þetta hélt vöku fyrir börnum og hræddi gæludýrin í hverfinu.

Í september 2023 var Rowlands handtekin eftir að hafa lent í slagsmálum á djamminum. Hún var með læti þegar lögreglan vildi tala við hana og var sökum þess handtekinn.

Hún mætti síðar í dómsal og játaði að hafa verið með dónaskap. „Ég lenti í útistöðum við þá, ég var hálfgerð tík,“ sagði Rowlands.

Fyrst kom Rowlands sér þó í fréttirnar baksviðs, þar sem hún var á bardagakvöldi með syni sínum, Foden. Var hún á leið í einkaherbergi að horfa á bardagann þegar hún sneri sér að hópi manna og spurði hver hefði kallað Foden kuntu.

Hún hrinti einum mannanna svo og sagði þeim að fara til fjandans. Hún uppskar sjálf högg fyrir vikið. Þetta náðist á myndband, eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“