fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Mikil gleðitíðindi af Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. mars 2025 21:00

Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tilkynnti í dag að Patrick Pedersen væri búinn að framlengja við félagið um eitt ár. Gildir samningur hans nú því út næstu 2026 með möguleika á árs framlengingu.

Patrick hefur verið Val gríðarlega mikilvægur í meira en áratug, raðað inn mörkum og þetta eru því mikil gleðitíðindi fyrir Hlíðarendafélagið.

Tilkynning Vals
Vi har Pedersen út 2026

Markamaskínan og okkar allra besti Patrick Pedersen hefur framlengt samning sinn við Val út árið 2026 með möguleika á ársframlengingu. Patrick skrifaði undir samninginn á Hlíðarenda í dag og sagðist gríðarlega ánægður.

„Valur er auðvitað minn klúbbur og ég get ekki séð mig spila fyrir neinn annan klúbb,“ sagði Patrick sem verður 34 ára gamall í nóvember.

Samningurinn sem Patrick skrifaði undir í dag er fimmti samningurinn sem hann gerir við okkur í Val enda verið lykilmaður hjá okkur síðustu árin og staðið sig afskaplega vel. Hann vantar nú 16 mörk til þess að vera markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og hann er meðvitaður um það.

„Markmiðið er auðvitað að slá það met. Við sjáum hvort það gangi ekki örugglega,“ sagði Patrick léttur í bragði.

Patrick Pedersen hefur spilað fyrir val frá því hann var 22 ára gamall. „Það var auðvitað algjört forgangmál hjá okkur í stjórn að endursemja við Patrick sem er ekki bara besti heldur lang besti framherjinn í deildinni. Það er erfitt að hugsa sér valsliðið án hans og við viljum auðvitað að hann klári sinn feril í Val. Þetta er gleðidagur fyrir allt valsfólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn