fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Þróttur staðfestir kaup á Adami Árna frá Grindavík

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. desember 2025 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Árni Róbertsson hefur skrifað undir 3ja ára samning um að leika með Þrótti. Adam er fæddur 1999, hann er gríðarlega öflugur framherji sem hefur leikið yfir 180 keppnisleiki og gert í þeim 67 mörk.

Hann kemur til Þróttar frá Grindavík þar sem hann lék síðast og var fyrirliði þar. Hann var án nokkurs vafa einn besti framherji Lengjudeildarinnar síðastliðið sumar, gerði þá 14 mörk í 19 leikjum í liði sem barðist við fall stóran hluta tímabilisins. Adam Árni hefur leikið á Suðurnesjunum mestan part síns ferils í meistaraflokki og á að baki 51 leik í efstu deild.

Þróttur þarf að kaupa Adam Árna og hefur verið rætt um að kaupverðið sé í kringum 3 milljónir króna.

Kristján Kristjánsson, formaður Knd. segir; ,,Við höfum haft augastað á Adam Árni um lengri tíma og lýsum mikilli ánægju með komu hans í Þrótt. Hann mun styrkja okkar unga og efnilega lið mjög mikið enda hörkuleikmaður. Adam Árni hafði úr mörgum kostum að velja en valdi Þrótt og það segir góða sögu. Við trúum því staðfastlega að koma hans muni styrkja möguleika Þróttar í baráttu fyrir sæti í Bestu deildinni sumarið 2026. .Við bjóðum Adam Árna velkominn í Laugardalinn.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift