

Maurizio Sarri, fyrrum stjóri Chelsea, þurfti nýlega að fara í hjartaaðgerð en hann er 66 ára gamall og starfar fyrir Lazio í dag.
Þetta eru fréttir sem komu mörgum á óvart en lítið sem ekkert hafði verið fjallað um hjartavandamál Ítalans.
Aðgerðin heppnaðist vel en hjartsláttur Sarri var óreglulegur og var víst nauðsynlegt fyrir hann að fara undir hnífinn.
Það var Andrea Natale sem framkvæmdi þessa aðgerð en hann er einn af frægustu og bestu læknum Ítala.
Lazio er þessa stundina í áttunda sæti í Serie A á Ítalíu og hefur gengi liðsins ekki verið ásættanlegt í vetur.
Sem betur fer þá er Sarri heill heilsu í dag en hann hefur verið þekktur fyrir sínar reykingar og átti til að reykja tvær til þrjár sígarettur í hálfleik á sínum tíma.