fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. desember 2025 10:00

Antoine Semenyo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth býst við að selja kantmanninn Antoine Semenyo til Manchester City á næstu 48 klukkustundum og er félagið þegar farið að leita að arftaka hans.

Samkvæmt Talksport hafa félögin átt í jákvæðum viðræðum um greiðslufyrirkomulag á 65 milljóna punda kaupverðinu og virðist City ætla að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla Ganverja.

Semenyo spilað frábærlega á tímabilinu og var einnig áhugi á honum frá Liverpool, Tottenham, Manchester United og Chelsea, en City virðist vera að hreppa hann.

Kantmaðurinn skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Bournemouth síðasta sumar og var þá talinn lykilmaður í langtímaáætlunum félagsins, en staðan hefur breyst hratt eftir gott haust.

Gert er ráð fyrir að Semenyo ferðist með Bournemouth til London og spili gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld, sem gæti orðið hans síðasti leikur fyrir félagið. Hann hefur þegar gefið munnlegt samþykki fyrir félagaskiptunum og formlegt ferli hefst þegar félagaskiptaglugginn opnar 1. janúar.

The Guardian segir Bournemouth svo horfa til Brennan Johnson, leikmanns Tottenham, sem hugsanlegs arftaka Semenyo. Hann hefur lítið fengið að spila með Tottenham undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víði sagt upp á Morgunblaðinu

Víði sagt upp á Morgunblaðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Í gær

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári

Gefur sterklega í skyn að hann sé opinn fyrir því að kveðja á nýju ári