
Maurizio Sarri, stjóri Lazio og fyrrverandi stjóri Chelsea, hefur gengist undir hjartaaðgerð eftir að hann var greindur með hjartsláttartruflanir.
Félagið staðfesti í tilkynningu að aðgerðin hafi gengið vel og að Sarri muni snúa aftur til starfa á næstu dögum.
Sarri, sem er 66 ára, fór í svokallaða þráðlausa brennsluaðgerð (e. transcatheter ablation). Í tilkynningu Lazio kemur fram að félagið og Sarri séu afar þakklát fyrir fagmennsku og umönnun starfsfólks sjúkrahússins.
Lazio situr í áttunda sæti ítölsku deildarinnar, átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið mætir Napoli á heimavelli í upphafi nýs árs.