
Everton vill tvo leikmenn Manchester United á láni í janúar, ef marka má sögusagnir frá Englandi í dag.
Samkvæmt iNews hefur David Moyes áhuga á að fá Kobbie Mainoo og Joshua Zirkzee til félagsins. Slíkir samningar yrðu þó flóknir, enda eru báðir leikmenn á háum launum og óljóst hvort United telji það henta sér að lána þá frá sér.
Everton ætlar að reyna að komast ódýrt frá janúarglugganum og fá 2-3 lánsmenn og fjárfesta heldur næsta sumar. Spila þar inn í dýrir flutningar á nýjan heimavöll.
Mainoo og Zirkzee eru báðir orðaðir sterklega frá United, einna helst til Ítalíu. Bæði hefur verið talað um mögulega lánssamninga og kaupsamninga í því samhengi.