

Liverpool er ætlar að kalla leikmann til baka úr láni strax í janúar en sá strákur ber nafnið James McConnell og er miðjumaður.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann en Liverpool er óánægt með hversu lítið leikmaðurinn hefur spilað fyrir Ajax á láni á þessu tímabili.
Það var John Heitinga sem vildi fá kappann til Ajax í sumar en hann tók við sem aðalþjálfari í sumar eftir að hafa unnið sem aðstoðarþjálfari á Anfield.
Eftir brottrekstur Heitinga hefur McConnell lítið fengið að spila og hefur samtals komið við sögu í fjórum deildarleikjum.
Liverpool er ekki ánægt með hlutverk hans í Hollandi og mun vilja fá sinn mann til baka sem fyrst samkvæmt hollenska miðlinum VI.