

Fjórum leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni en tvær viðureignir eru enn í gangi í London og í Manchester.
Chelsea mistókst að vinna Bournemouth á eigin heimavelli í leik sem lauk með 2-2 jafntefli en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Mörkin voru skoruð á aðeins 27 mínútum en seinni hálfleikurinn var mun hægari þar sem heimamenn voru sterkari en náðu ekki að fá inn sigurmarkið.
Newcastle vann á sama tíma góðan sigur á Burnley 1-3 á útivelli og það sama má segja um Everton sem vann 0-2 útisigur á Nottingham Forest.
West Ham og Brighton áttust þá við en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli þar sem þrjár vítaspyrnur voru dæmdar.