

Arsenal vann stórsigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Aston Villa á sínum heimavelli.
Það stefndi allt í mjög spennandi leik fyrir viðureignina en Villa hafði unnið síðustu 11 leiki sína í öllum keppnum.
Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en Arsennal tókst að skora heil fjögur mörk gegn einu í þeim síðari.
Villa lagaði stöðuna í 4-1 í uppbótartíma en það var Ollie Watkins sem sá um að skora það mark.
Gabriel, Martin Zubimendi, Leandro Trossard og Gabriel Jesus komust allir á blað í virkilega góðum sigri toppliðsins.
Sigurinn gerir mikið fyrir Arsenal sem er nú sex stigum á undan Villa í toppbaráttunni en fimm stigum á undan Manchester City sem á leik til góða.
Á sama tíma áttust við Manchester United og Wolves og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli og var það þriðja stig Wolves á þessu tímabili.