
Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, dreymir um að fá Jurrien Timber í varnarlínuna á Anfield frá Arsenal.
„Liverpool þarf hægri bakvörð og miðvörð. Hægra megin hafa þeir Frimpong, Gomez og Bradley. Allir eru gjarnir á að meiðast og geta ekki spilað í hverri viku. Liverpool þarf að fá leikmann sem liðið getur treyst á,“ segir Warnock.
„Mér finnst vandamál hversu algengt það er að miðjumenn spili í hægri bakverði í dag. Þú þarft sérfræðing í stöðunni og það er erfitt að finna hann í janúar. Í draumaheimi myndi Liverpool fá Jurrien Timber en ég held að Arsenal leyfi það ekki.“
Timber hefur verið stórkostlegur fyrir Arsenal á leiktíðinni.
„Hann er besti hægri bakvörðurinn í deildinni, er góður í stöðunni einn á einn. Eftir að hann jafnaði sig á krossbandsslitum hefur hann sýnt mikinn styrk í að koma til baka.“