fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Arteta hvetur menn til að nýta hörmungarnar í upphafi mánaðar í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. desember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill að leikmenn liðsins noti ósigurinn gegn Aston Villa fyrr í mánuðinum sem hvatningu fyrir stórleik liðanna á Emirates í kvöld.

Arsenal tapaði 2-1 á Villa Park 6. desember eftir sigurmark Emi Buendia á lokasekúndum leiksins. Liðin mætast nú aftur og með sigri getur Aston Villa jafnað Arsenal að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Arteta segir tapið hafa verið grimmt, en einnig lærdómsríkt. „Ef þú nýtir reiðina og vonbrigðin á réttan hátt getur það hjálpað. Við þurfum að gera nokkra hluti betur og læra af því hvernig við töpuðum leiknum,“ sagði Arteta.

Arsenal hefur verið ósigrað í fimm leikjum frá tapinu gegn Villa og með sigri getur liðið búið til sex stiga forskot á Villa í þriðja sæti. Þá myndi sigur einnig færa Arsenal fimm stiga forskot á Manchester City, sem situr í öðru sæti.

Arsenal hefur ekki tapað á Emirates-leikvanginum á tímabilinu og síðasta liðið til að vinna þar var Bournemouth í maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum

Fyrrum leikmaður hjólar í þann danska á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Í gær

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Opnar sig eftir að hann var sagður vera nýr ástmaður Sydney Sweeney um helgina

Opnar sig eftir að hann var sagður vera nýr ástmaður Sydney Sweeney um helgina