
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill að leikmenn liðsins noti ósigurinn gegn Aston Villa fyrr í mánuðinum sem hvatningu fyrir stórleik liðanna á Emirates í kvöld.
Arsenal tapaði 2-1 á Villa Park 6. desember eftir sigurmark Emi Buendia á lokasekúndum leiksins. Liðin mætast nú aftur og með sigri getur Aston Villa jafnað Arsenal að stigum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Arteta segir tapið hafa verið grimmt, en einnig lærdómsríkt. „Ef þú nýtir reiðina og vonbrigðin á réttan hátt getur það hjálpað. Við þurfum að gera nokkra hluti betur og læra af því hvernig við töpuðum leiknum,“ sagði Arteta.
Arsenal hefur verið ósigrað í fimm leikjum frá tapinu gegn Villa og með sigri getur liðið búið til sex stiga forskot á Villa í þriðja sæti. Þá myndi sigur einnig færa Arsenal fimm stiga forskot á Manchester City, sem situr í öðru sæti.
Arsenal hefur ekki tapað á Emirates-leikvanginum á tímabilinu og síðasta liðið til að vinna þar var Bournemouth í maí.