

Ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport segir að Joshua Zirkzee sé ákveðinn í því að yfirgefa lið Manchester United í janúar.
Hann er aðallega orðaður við lið Roma á Ítalíu en hann var áður á mála hjá Bologna í Serie A.
Zirkzee er enginn lykilmaður hjá United í dag en stjóri félagsins, Ruben Amorim, vill ólmur halda leikmanninum.
Aðallega vegna þess að Bryan Mbuemo er nú að spila í Afríkukeppninni með Kamerún og það sama má segja um Amad Diallo.
Zirkzee ætlar sér þó að komast annað eftir að hafa spilað 372 mínútur í vetur og hefur náð að skora eitt mark.