
Chelsea hyggst styrkja tvær stöður í leikmannahópnum þegar horft er til næsta tímabils, en félagið ætlar sér ekki stóra hluti í janúarglugganum. Standard fjallar um málið.
Bláliðar byrjuðu tímabilið vel undir stjórn Enzo Maresca en gengið hefur dalað hressilega í jólamánuðinum. Liðið er nú í fimmta sæti, 13 stigum á eftir toppliði Arsenal.
Samkvæmt Standard mun Chelsea leggja áherslu á að styrkja vörnina og miðjuna sumarið 2026.
Í janúar er þó ekki búist við stórum kaupum, heldur mun félagið fylgjast með ungum og efnilegum leikmönnum, þar á meðal Grikkjanum Konstantinos Karetsas hjá Genk og 17 ára gamla Frakkanum Djylian N’Guessan hjá Saint-Etienne.
Antonio Rudiger og Antoine Semenyo hafa til að mynda verið orðaðir við Chelsea í tengslum við janúargluggann en ólíklegt þykir að þeir komi.