

Framherjinn Rasmus Hojlund er búinn að skora fleiri mörk á þessu tímabili en hann gerði í 32 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Hojlund skrifaði undir lánssamning við Napoli í sumar og hefur skorað sex mörk í 12 deildarleikjum til þessa.
Daninn skoraði aðeins fjögur deildarmörk á síðustu leiktíð en tókst þó að skora tíu mörk í öllum keppnum í 52 leikjum.
Napoli ku vilja halda danska landsliðsmanninum en hann gekk í raðir United frá Atalanta árið 2023.
Hann skoraði tvennu í sigri á Cremonese um helgina og reyndist hetja Napoli sem vann 0-2 útisigur.