

Wolves setti afskaplega óheppilegt met um helgina er liðið spilaði við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Wolves tapaði leiknum 2-1 á Anfield og er á botni deildarinnar með tvö stig eftir 18 umferðir.
Ekkert lið í sögu efstu deildar Englands hefur verið með jafn fá stig eftir svo margar umferðir og stefnir allt í að Úlfarnir séu að falla.
Wolves er 16 stigum frá öruggu sæti en gengi liðsins í vetur hefur komið mörgum á óvart þar sem leikmannahópurinn ku vera fínn.
Næsti leikur liðsins verður ekki auðveldur en hann er á útivelli gegn Manchester United á morgun.