

Antonio Rudiger gæti verið á leið aftur til Chelsea á næsta ári en þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum.
Rudiger verður samningslaus hjá Real Madrid á næsta ári og er útlit fyrir að hann muni ekki framlengja.
Diario AS greinir frá því að Chelsea hafi mikinn áhuga á að fá Rudiger aftur en hann lék áður með félaginu í fimm ár.
Chelsea þarf að styrkja vörnina fyrir næsta tímabil og gæti notað reynslu Rudiger sem vann Meistaradeildina með félaginu 2021.
Rudiger er í dag 32 ára gamall en hann á að baki 81 landsleik fyrir Þýskaland og yfir 100 deildarleiki fyrir bæði Chelsea og Real.