
Antonio Rudiger gæti snúið aftur til Chelsea þar sem framtíð hans hjá Real Madrid er nú í óvissu ef marka má spænska miðla.
Samningur þýska miðvarðarins rennur út eftir tímabilið og hafa viðræður um framlengingu ekki enn átt sér stað.
Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, sér ekki pláss fyrir Rudiger í framtíðaráætlunum sínum og spilar þá inn í að hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Rudiger, sem er 32 ára, varði fimm árum hjá Chelsea og vann meðal annars Meistaradeildina áður en hann fór til Madrídar 2022.
Chelsea ku vilja styrkja vörnina og horfir nú til Rudiger. Þó hafa Paris Saint-Germain og Galatasaray einnig áhuga, auk félaga í Sádi-Arabíu.