
Manchester United verður áfram án öflugra leikmanna í leiknum gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Þetta staðfestir stjóri liðsins.
United freistar þess að vinna annan leikinn í röð eftir sterkan sigur á Newcastle á annan í jólum. Óstöðugleiki hefur einkennt liðið á tímabilinu en það er þó í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Töluvert hefur verið um meiðsli undanfarnar vikur og Ruben Amorim, stjóri United, sagði á fréttamannafundi í dag að Bruno Fernandes, Kobbie Mainoo, Matthijs de Ligt og Harry Maguire verði sennilega allir fjarverandi áfram.