

John Terry gæti loksins verið að fá tækifæri sem þjálfari en það er eitthvað sem hann hefur beðið eftir í langan tíma.
Terry er goðsögn Chelsea og einn allra vinsælasti leikmaður í sögu félagsins en hann hefur áður reynt fyrir sér sem aðstoðarþjálfari hjá Aston Villa.
Oxford United ku vera að íhuga að ráða Terry en liðið er í fallbaráttu í næst efstu deild Englands, Championship.
Gary Rowett hefur þjálfað liðið undanfarna mánuði en hann hefur sagt starfi sínu lausu eftir einn sigur í síðustu tíu leikjum.
Terry er talinn líklegastur til að taka við keflinu en þetta yrði hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.