fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. desember 2025 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru taldar miklar líkur á því að Robert Lewandowski muni segja skilið við Barcelona á næstu mánuðum.

Samkvæmt AS á Spáni er umboðsmaður Lewandowski, Pini Zahavi, byrjaður í viðræðum við lið í Sádi Arabíu.

Lewandowski er 37 ára gamall og nálgast endalok ferilsins en hann gæti endað hann í Sádi og fengið vel greitt fyrir sín störf þar.

Pólverjinn hefur spilað með Barcelona frá 2022 og skorað 77 deildarmörk í 116 leikjum sem er virkilega góður árangur.

Líkur eru á að Lewandowski færi sig um set strax í janúar en hann er einn allra launahæsti leikmaður spænska félagsins.

Hann hefur spilað 18 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað átta mörk en skoraði 42 mörk í 52 leikjum í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Garner aftur til United?

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“

Voru fréttirnar af Gylfa forsmekkurinn af því sem koma skal? – „Mjög dularfullar ákvarðanir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea

England: Watkins tryggði Villa öll stigin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga

Mbappe mætti í treyju fyrrum liðsfélaga
433Sport
Í gær

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum