

Það eru taldar miklar líkur á því að Robert Lewandowski muni segja skilið við Barcelona á næstu mánuðum.
Samkvæmt AS á Spáni er umboðsmaður Lewandowski, Pini Zahavi, byrjaður í viðræðum við lið í Sádi Arabíu.
Lewandowski er 37 ára gamall og nálgast endalok ferilsins en hann gæti endað hann í Sádi og fengið vel greitt fyrir sín störf þar.
Pólverjinn hefur spilað með Barcelona frá 2022 og skorað 77 deildarmörk í 116 leikjum sem er virkilega góður árangur.
Líkur eru á að Lewandowski færi sig um set strax í janúar en hann er einn allra launahæsti leikmaður spænska félagsins.
Hann hefur spilað 18 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað átta mörk en skoraði 42 mörk í 52 leikjum í fyrra.