

Kristján Óli Sigurðsson gerði upp íþróttaárið með Helga Fannari Sigurðssyni í viðhafnarútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is.
Víkingur varð að lokum Íslandsmeistari karla með yfirburðum og eru þeir þegar farnir að styrkja sig fyrir átökin næsta sumar.
„Ég held að bilið muni bara aukast. Þeir voru að taka Elías Má núna og koma með einn eftir áramót úr efstu hillu ef ég þekki þá rétt. Elías er bara þrítugur og hefur skorað hvar sem hann spilar. Hann að nýta þjónustu Gylfa Sig, Danna Hafsteins og Valdimars Þórs, guð blessi önnur lið,“ sagði Kristján, en Elías kom frá Kína og hefur átt flottan atvinnumannaferil.
Það má segja að tímabil Víkings hafi snúist eftir að félagið glutraði niður 3-0 forystu gegn Bröndby í Sambandsdeildinni manni fleiri í sumar.
„Þetta leit ekkert vel út framan af en svo fór vélin að malla. Eftir þetta skelfilega tap í Evrópu, þar sem þeir voru með pálmann í höndunum, það var vendipunkturinn. Eftir það litu þeir aldrei í baksýnisspegilinn.“
Umræðan í heild er í spilaranum.