

Erling Haaland hvatti liðsfélaga sinn Rayan Cherki til að framkvæma sitt eigið fagn í leik gegn Nottingham Forest um helgina.
Cherki skoraði og lagði upp í 2-1 sigri City en hann framkvæmdi ‘jóga fagnið’ sem Haaland gerði frægt á sínum tíma.
Það var Haaland sjálfur sem vildi sjá Cherki nota fagnið og var Frakkinn ekki lengi að komast á blað eftir þeirra samtal.
,,Ég ræddi við Erling í vikunni og hann hvatti mig til að gera fagnið hans svo ég gerði það og ég er svo ánægður!“ sagði Cherki.
,,Það eina sem við þurfum úr þessum leikjum er sigur. Við tökum öll stig sem við getum því þetta mót er langt og þessi sigur var stór fyrir okkur.“
,,Við erum tilbúnir fyrir næsta leik og hann verður alveg jafn mikilvægur.“
Rayan Cherki channeling his inner Erling Haaland 🧘♂️ pic.twitter.com/UlFQmF9SWr
— B/R Football (@brfootball) December 27, 2025