

Robert Lewandowski hefur gefið sterklega í skyn að hann sé að kveðja lið Barcelona annað hvort í janúar eða næsta sumar.
Lewandowski er 37 ára gamall framherji en samningur hans við spænska félagið rennur út næsta sumar.
Talað er um að hann sé á leið til Sádi Arabíu og endi ferilinn þar en leikmaðurinn sjálfur er óviss með hvað tekur við næst.
Það er ekki útilokað að Lewandowski framlengi samning sinn um eitt ár en það kemur í ljóst 2026.
,,Það er enn tími fyrir mig til að taka ákvörðun. Eins og staðan er þá veit ég ekki hvar ég vil spila,“ sagði Lewandowski.
,,Við þurfum ekki að hugsa um þetta í dag en ég veit ekki í hvaða átt ég á að fara en pressan er lítil þessa stundina.“