

Fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en Sunderland tók þar á móti Leeds og áttust þar við tveir nýliðar.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en það voru gestirnir í Leeds sem voru töluvert sterkari í jafnteflisleik.
Dominic Calvert Lewin hefur verið heitur fyrir Leeds undanfarið og sá hann um að tryggja sínu liði stig á erfiðum útivelli.
Simon Adingra hafði komið Sunderland yfir en Calvert-Lewin jafnaði metin snemma í seinni hálfleik.