

Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, hefur samþykkt að taka að sér starf hjá FIFA.
Þetta kemur fram í belgíska miðlium Sporza en hann yfirgaf lið Gent í Belgíu fyrr á þessu ári.
Arnar mun vinna á bakvið tjöldin hjá FIFA og mun reyna að hjálpa ungum og efnilegum leikmönnum á vegum sambandsins.
Arsene Wenger er einn af yfirmönnum Arnars eftir að hafa tekið að sér starfið en hann er fyrrum stjóri Arsenal.
Arnar ræddi Wenger á léttu nótunum og segist ekki vera með númer Frakkans í dag en ætlar að fá það í hendurnar einn daginn.