

Rio Ferdinand er einn allra besti varnarmaður í sögu Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Ferdinand lék með United frá 2002 til 2014 en hann kom til Old Trafford frá Leeds en var áður á mála hjá West Ham.
Það voru margar stórstjörnur í liði United er Ferdinand samdi og leikmenn sem höfðu unnið ófáa titla – annað en hann sjálfur.
Varnarmanninum leið þá heldur illa þegar hann samdi til að byrja með og skammaðist sín í klefanum.
,,Ég var ekki búinn að vinna neinn titil á þessum tíma. Það var eins og ég væri að labba nakinn inn í búningsklefann og ég skammaðist mín,“ sagði Ferdinand.
,,Að komast þangað var auðveldara. Stjórinn sá mig og borgaði ákveðna upphæð til að fá mig og það var búið mjög fljótt.“
,,Að standa hliðina á þessum stórstjörnum til að byrja með var afskaplega erfitt, ég var svo lítill og bara í raun algjör aumingi innst inni.“