

Chelsea hefur fengið frábærar fréttir fyrir leik liðsins við Aston Villa sem fer fram á Stamford Bridge.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að tveir öflugir leikmenn verði klárir í slaginn fyrir leikinn.
Það eru þeir Estevao og Liam Delap en báðir leikmennirnir hafa glímt við meiðsli undanfarna daga og vikur.
Maresca segir að allar líkur séu á að báðir leikmenn verði í hóp í gríðarlega mikilvægum leik fyrir þá bláklæddu.
Ólíklegt er að sóknarmennirnir byrji leikinn en munu líklega koma við sögu í viðureigninni.