

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, viðurkennir að hann viti ekki hvað mun verða um bæði Casemiro og Harry Maguire á nýju ári.
Báðir leikmenn eru að renna út á samningi á Old Trafford og mega ræða við önnur félög strax í janúar.
Amorim segist vera ánægður með framlag leikmannana en veit ekki hvort þeir muni framlengja samning sinn hjá félaginu.
,,Við höfum ekki tekið neina ákvörðun og það er mikið sem við þurfum að gera. Við þurfum að átta okkur á því hvað mun gerast næsta tímabil og hvort við spilum leiki í Evrópu eða ekki,“ sagði Amorim.
,,Ég er ánægður með þessa leikmenn en ég veit ekki hvað mun gerast. Við munum sjá í hvaða stöðu við erum í lok tímabils og taka ákvörðun.“