

Barcelona á Spáni virðist hafa lítinn sem engan áhuga á varnarmanninum öfluga Marc Guehi sem spilar fyrir Crystal Palace.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Barcelona hafði sýnt enska landsliðsmanninum áhuga síðustu vikur.
Launakröfur Guehi eru þó alltof háar að mati Barcelona og mun félagið ekki reyna við hann í janúarglugganum.
Guehi verður samningslaus næsta sumar og eru allar líkur á að hann verði losaður í janúar eða þá sumarið 2026.
Barcelona hefur dregið sig úr kapphlaupinu og er líklegast að Liverpool muni landa þessum fína miðverði.
Hvað Guehi er að biðja um í laun er ekki tekið fram en búist er við að hann vilji fá í kringum 200 þúsund pund á viku.