

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur í raun endurtekið eigin ummæli sem hann lét falla á síðustu leiktíð.
Maresca sagði þá að Chelsea væri ekki í titilbaráttunni á Englandi þó að liðið væri að berjast um toppsætið við önnur félög.
Eftir þau ummæli fór allt til fjandans hjá Chelsea um tíma sem er í dag tíu stigum frá toppsætinu og er næsti leikur liðsins gegn Aston Villa.
,,Það er líklega rökrétt á þessum tímapunkti að við séum ekki að berjast um titilinn – við þurfum að sýna meiri stöðugleika gegn alls konar liðum,“ sagði Maresca.
,,Það er eitthvað sem við stefnum á í framtíðinni og vonandi getum við spilað betur og gert enn betri hluti gegn stærri liðunum.“