

Varnarmaðurinn Axel Disasi er mögulega fastur hjá Chelsea út þetta tímabil en hann fær í dag ekkert að spila.
Disasi er 27 ára gamall miðvörður en Chelsea getur einfaldlega ekki lánað leikmanninn í janúarglugganum eftir að hafa fullnýtt þann kvóta fyrir tímabilið.
Disasi æfir ekki með aðalliði Chelsea í dag en hann var á láni hjá Aston Villa seinni hluta síðasta tímabils.
Engin félög virðast hafa áhuga á að kaupa Disasi samkvæmt frönskum fjölmiðlum og er útlitið svart fyrir leikmanninn.
Hann kostaði Chelsea tæplega 40 milljónir punda á sínum tíma en er alls ekki inni í myndinni hjá Enzo Maresca, stjóra liðsins, í dag.
Það er ákveðið áfall fyrir Disasi sem er sagður glíma við mikið þunglyndi í London í dag en hann gerði sér vonir um að fara annað á lánssamningi í janúar.