fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. desember 2025 10:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Lautaro Martinez hefur staðfest það að Lionel Messi hafi reynt að sannfæra hann um að ganga í raðir Barcelona á sínum tíma

Martinez er á mála hjá Inter Milan en hann er einnig hluti af argentínska landsliðinu líkt og Messi sem leikur í dag með Inter Miami.

Messi vildi mikið fá landa sinn til að skrifa undir á Nou Camp en án árangurs – Martinez skrifaði undir framlengingu stuttu eftir þeirra samtal.

Það var kannski öllum fyrir bestu þar sem fjárhagsstaða Barcelona varð til þess að Messi yfirgaf félagið á þeim tíma.

,,Það er rétt. Messi vildi fá mig til Barcelona. Við höfum margoft rætt saman í landsliðinu,“ sagði Martinez.

,,Hann talaði um stöðu félagsins en ég hef alltaf verið rólegur og viljugur að ræða við Inter um nýjan samning því ég er ánægður hérna.“

,,Ég er hæstánægður að fá að vera hér áfram, bæði ég og mín fjölskylda erum ánægð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær