

Luana Sandien, Playboy-fyrirsæta og mikill stuðningsmaður Barcelona, bauð 600 þúsund dollara eða um 78 milljónir króna í vasaklútinn sem goðsögnin Lionel Messi notaði til þess að þurrka tár sín er hann kvaddi spænska félagið á sínum tíma.
Messi er 38 ára gamall í dag og spilar í Bandaríkjunum en hann gekk í raðir Paris Saint-Germain frá Barcelona árið 2021 og lék þar til ársins 2023.
Argentínumaðurinn vildi vera áfram en vegna gríðarlega fjárhagsvandræða Barcelona var ekki mögulegt að framlengja samning hans og kvaddi hann sitt uppeldisfélag með tár á barmi.
Messi neyddist því til að kveðja félagið á tilfinningaþrungnum blaðamannafundi. Það notaði hann umræddan vasaklút til þess að þurrka tár sín, enda átti Messi virkilega erfitt með að ráða við tilfinningar sínar er hann kvaddi.
Sandien er mikill aðdáandi Messi og sá klútinn til sölu á sínum tíma og ákvað að slá til og bjóða þessa risaupphæð í gripinn en því miður án árangurs.
,,Ég bauð 600 þúsund dollara í vasaklútinn en þá hvarf auglýsingin. Ég bauð meira en helminginn af upphæðinni sem gefin var upp og hélt að ég myndi vinna,“ sagði Sandien.
,,Auglýsingin hvarf án þess að ég fengi frekari upplýsingar. Ég veit ekki hvort einhver hafi keypt klútinn eða hvort að seljandinn hafi gefist upp.“
Klúturinn seldist að lokum á um einn milljón dollara og þurfti Sandien því miður að sætta sig við tap í þessu tilfelli.