fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Vorkennir Florian Wirtz og segir Arne Slot hafa svikið þessi loforð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. desember 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florian Wirtz hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool og samkvæmt Uli Hoeness, heiðursforseta Bayern München, er ástæðan einföld, Arne Slot hafi ekki staðið við loforð og leikmenn Liverpool séu of gráðugir.

Hoeness, 73 ára, heldur því fram í samtali við Bild að Slot hafi lofað Wirtz lykilstöðu í tíunni og að liðið yrði byggt í kringum hann, en að „ekkert af því hafi ræst.

„Hann fékk ekki tíuna heldur númer 7, og liðið er augljóslega ekki byggt upp í kringum Florian Wirtz,“ sagði Hoeness.

„Ég vorkenni honum. Í Leverkusen fór allt í gegnum hann, í Liverpool fær hann fimm sendingar í hálfleik, og ef hann tapar boltanum tvisvar fær hann lélega einkunn.“

Hann bætti við að Liverpool væri orðið lið full af ofurstjörnum sem vildu allar halda boltanum. „Þeir þurfa bráðum fimm bolta, Salah, Szoboszlai og hinir ætla sér ekki að sleppa honum.“

Hoeness hefur þó andúð á málinu enda reyndi Bayern mjög að fá Wirtz síðasta sumar áður en Liverpool keypti hann fyrir 116 milljónir punda.

Að hans sögn hafi faðir leikmannsins, Hans-Joachim Wirtz, persónulega hringt til að tilkynna að sonurinn myndi hafna Bayern.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram

Gucci glæpamennirnir sagðir bera ábyrgð á fjölda innbrota – Fylgjast með þér og maka þínum á Instagram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vondar fréttir fyrir Liverpool

Vondar fréttir fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?