

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis og tekur hann við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil.
Brynjar býr yfir mikilli reynslu og var sérstakur meðþjálfari Víkings í sumar. Áður hefur hann þjálfað HK, Örgryte og Grindavík auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni og Fylki.
Þá á hann að baki afar farsælan leikmannaferil erlendis með Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á Englandi, Vålerenga í Noregi og Örgryte í Svíþjóð ásamt því að hafa leikið 74 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.