
Fyrrum leikmaður Chelsea vill fá Darwin Nunez til félagsins.
Nunez gekk í raðir Al-Hilal síðasta sumar fyrir um 46 milljónir punda eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku úrvalsdeildina undir stjórn Arne Slot. Hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp tvö í átta leikjum fyrir sádiarabíska liðið,.
Marcel Desailly, fyrrverandi varnarmaður Chelsea og heimsmeistari með Frakklandi, segir að Nunez myndi henta vel til að leiða sóknarlínu Lundúnaliðsins.
„Hann var smá óheppinn hjá Liverpool en fyrst þeir tóku hann þá sáu þeir eitthvað raunverulegt í honum. Ég hefði viljað sjá hann koma inn í kerfi Chelsea undir Maresca, það gæti virkilega hjálpað liðinu.“
Nunez gekk til liðs við Liverpool frá Benfica árið 2022 fyrir 64 milljónir punda en stóð ekki beint undir þeim verðmiða.