

Mladen Zizovic, þjálfari Radnicki 1923 í efstu deild Serbíu, lést skyndilega á mánudag eftir að hafa hnigið á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Mladost Lucani.
Atvikið átti sér stað á 22. mínútu leiksins þegar Zizovic, sem var 44 ára gamall, kvartaði yfir vanlíðan og hneig til jarðar skömmu síðar. Læknateymi brást strax við og flutti hann á sjúkrahús, en stuttu síðar bárust þær hörmulegu fregnir að hann hefði látist, líklega úr hjartaáfalli.

Eftir leikinn greindi leikmaður Radnicki frá því í viðtali að Zizovic hefði fyrr um daginn kvartað undan fisk sem hann borðaði og sagst ekki ætla að borða hann aftur.
„Honum sagðist ekki líða vel og hneig síðan niður. Við vorum í algjöru áfalli,“ sagði leikmaðurinn enn fremr.
Zizovic var nýkominn til Radnicki 1923 og var leikurinn aðeins hans þriðji við stjórnvölinn eftir að hann var ráðinn 23. október.
Hann lagði sjálfur skóna á hilluna árið 2016 eftir farsælan leikmannsferil. Þess má geta að Zizovic var þjálfari Borac Banja Luka á síðustu leiktíð og mætti Víkingi í Sambandsdeildinni á Kópavogsvelli.