

Nýkjörinn borgarstjóri New York, Zohran Mamdani, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að eldri færslur hans um Arsenal fóru í dreifingu, þar á meðal gagnrýni á fyrrum fyrirliða liðsins, Granit Xhaka.
Mamdani, 34 ára, skrifaði söguna þegar hann var kjörinn í vikunni, en hann er fyrsti músliminn til að gegna embættinu og sá fyrsti sem fæddist í Afríku. Hann er þekktur fótboltaáhugamaður og hefur oft talað opinberlega um ástríðu sína fyrir Arsenal.
Stuðningsmenn liðsins fóru að gramsa í gamla X (Twitter) reikningnum hans eftir kosningasigurinn og fundu fjöldan af færslum sem hann birti oft á nóttunni þegar hann fylgdist með leikjum úr Bandaríkjunum. Þar á meðal var færslan: „Ég, þegar ég sá Xhaka byrja,“ ásamt myndbandi með textanum: „Ég á mjög slæman dag og er ekki góðu í skapi.“
me, when I saw xhaka starting pic.twitter.com/b9NnVQYEOV
— Zohran Kwame Mamdani (@ZohranKMamdani) December 26, 2020
Athygli vakti að leikurinn sem um ræddi var gegn Chelsea á Emirates, þar sem Xhaka skoraði frábært aukaspyrnumark í 2–0 sigri Arsenal.
„Ég byrjaði að fylgjast með Arsenal upp úr 2000 og það var frændi minn sem kynnti mér liðið. Ég er fæddur í Kampala í Úganda og fjölskylda föður míns er þaðan. Arsenal var eitt fyrsta enska liðið sem hafði marga afríska leikmenn: Lauren, Kolo Touré, Nwankwo Kanu, Emmanuel Eboué, Alex Song,“ sagði hann.
„Á þessum árum breytti Arsène Wenger mjög því hvernig enski boltinn leit út. Sem ungur Úgandabúi að horfa á þetta lið var ég ótrúlega stoltur.“
„Svo óx ég inn í tímann eftir það endalausa von en fá góð úrslit og nú loksins er liðið aftur að berjast á toppnum. Ég get sjaldan horft á leikina, þannig ég læðist í að fylgjast með textalýsingunni.“
Stuðningsmenn rifjuðu einnig upp tímabilið þegar Mikel Arteta var nýtekinn við og liðið átti í erfiðleikum. „Hann var í skotgröfunum með okkur á þessum tíma,“ skrifaði einn stuðningsmaður. Annar bætti við: „Ég treysti seiglu og hollustu hans. Hann hefur verið með frá unga aldri.“