fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 20:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýkjörinn borgarstjóri New York, Zohran Mamdani, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum eftir að eldri færslur hans um Arsenal fóru í dreifingu, þar á meðal gagnrýni á fyrrum fyrirliða liðsins, Granit Xhaka.

Mamdani, 34 ára, skrifaði söguna þegar hann var kjörinn í vikunni, en hann er fyrsti músliminn til að gegna embættinu og sá fyrsti sem fæddist í Afríku. Hann er þekktur fótboltaáhugamaður og hefur oft talað opinberlega um ástríðu sína fyrir Arsenal.

Stuðningsmenn liðsins fóru að gramsa í gamla X (Twitter) reikningnum hans eftir kosningasigurinn og fundu fjöldan af færslum sem hann birti oft á nóttunni þegar hann fylgdist með leikjum úr Bandaríkjunum. Þar á meðal var færslan: „Ég, þegar ég sá Xhaka byrja,“ ásamt myndbandi með textanum: „Ég á mjög slæman dag og er ekki góðu í skapi.“

Athygli vakti að leikurinn sem um ræddi var gegn Chelsea á Emirates, þar sem Xhaka skoraði frábært aukaspyrnumark í 2–0 sigri Arsenal.

„Ég byrjaði að fylgjast með Arsenal upp úr 2000 og það var frændi minn sem kynnti mér liðið. Ég er fæddur í Kampala í Úganda og fjölskylda föður míns er þaðan. Arsenal var eitt fyrsta enska liðið sem hafði marga afríska leikmenn: Lauren, Kolo Touré, Nwankwo Kanu, Emmanuel Eboué, Alex Song,“ sagði hann.

„Á þessum árum breytti Arsène Wenger mjög því hvernig enski boltinn leit út. Sem ungur Úgandabúi að horfa á þetta lið var ég ótrúlega stoltur.“

„Svo óx ég inn í tímann eftir það endalausa von en fá góð úrslit og nú loksins er liðið aftur að berjast á toppnum. Ég get sjaldan horft á leikina, þannig ég læðist í að fylgjast með textalýsingunni.“

Stuðningsmenn rifjuðu einnig upp tímabilið þegar Mikel Arteta var nýtekinn við og liðið átti í erfiðleikum. „Hann var í skotgröfunum með okkur á þessum tíma,“ skrifaði einn stuðningsmaður. Annar bætti við: „Ég treysti seiglu og hollustu hans. Hann hefur verið með frá unga aldri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars

Laukurinn í aðalhlutverki á pizzu Hjörvars
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Í gær

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið
433Sport
Í gær

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“