
Kylian Mbappe skoraði tvö mörk gegn Úkraínu á fimmtudag og er því kominn með 400 mörk á ferlinum.
Meira
Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
Þetta afrek Frakkans vakti auðvitað mikla athygli en sjálfur gefur hann ekki of mikið fyrir það.
„400 mörk heilla ekki fólk. Ég vil skrá mig á spjöld sögunnar svo ég þarf allavega 400 í viðbót,“ segir Mbappe og minnist á Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.
„Það er einn með yfir 950 mörk og annar með 900. 400 mörk er ekki nóg til að fá fólk til að gapa.“