fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Eric Canton hjólar fast í Ratcliffe

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. nóvember 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Cantona hefur enn á ný ráðist harkalega á eiganda Manchester United, Sir Jim Ratcliffe, og sakað hann um að vera að eyðileggja arfleið Sir Alex Ferguson.

Goðsögn United hefur lengi verið gagnrýnin á eigendahóp félagsins og hóf gagnrýnina í fyrra þegar Ratcliffe lét Ferguson víkja úr sendiherrahlutverki sínu hjá félaginu.

Cantona hefur áður sakað Ratcliffe um að svipta félagið sálu sinni og gert lítið úr áætlunum um nýjan 2 milljarða punda völl “New Trafford”, sem á að taka við af Old Trafford.

Á ferðalagi sínu nýtti Cantona tækifærið til að ráðast á stjórnina á ný og vísaði til þess að hann hefði reynt að vinna með Ratcliffe og félögum í sendiherrahlutverki án árangurs.

„Ég hugsaði að ég gæti lagt mitt af mörkum í tvö eða þrjú ár og gefið félaginu eitthvað til baka. En hann virtist ekki hafa áhuga. Ég reyndi mitt besta,“ sagði Cantona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum