fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. nóvember 2025 22:10

Age Hareide. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsþjálfari Noregs, Ståle Solbakken, nýtti fjölmiðlafundinn fyrir úrslitaleikinn gegn Ítalíu á morgun til að senda kveðju til Åge Hareide, sem glímir nú við alvarleg veikindi.

Hareide hætti með íslenska landsliðið á síðasta ári.

„Ég vil senda kveðju til Åge Hareide sem berst sína eigin baráttu,“ sagði Solbakken.

„Hann er einn stærsti leikmaður Noregs, með stóran þjálfaraferil í Danmörku, Svíþjóð og Noregi, og einn fárra Norðmanna með HM-reynslu sem þjálfari.“

Hareide tók Danmörku á HM árið 2018 og átti farsælan feril sem leikmaður hjá Manchester City og Norwich.

Samkvæmt VG er hann nú alvarlega veikur, en hann er staddur í Mílanó ásamt Kjell Inge Røkke til að fylgjast með leiknum.

„Kannski sjáum við hann í búningsklefanum á morgun. Ég óska honum allrar hamingju í þeirri baráttu sem hann stendur í,“ bætti Solbakken við.

Hareide hefur starfað sem sérfræðingur hjá NRK frá 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Í gær

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar