
Portúgalskir fjölmiðlar gagnrýna Cristiano Ronaldo fremur harkalega í dag eftir að hann fékk rautt spjald gegn Írlandi í gær.
Írland vann frækinn 2-0 sigur á Portúgal, en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins. Ronaldo var rekinn af velli fyrir að slá til andstæðings og virtist kenna Heimi um það.
Portúgalskir miðlar vilja þó meina að Ronaldo geti sjálfum sér um kennt. Hér að neðan má sjá umfjöllun þeirra.
A Bola Ronaldo er 40 ára gamall. Hann ögraði þjálfaranum og Írum daginn fyrir leik. Hann bjó til andrúmsloft sem hann gat ekki höndlað. Ronaldo gerði mistök og það minnsta sem hann getur gert er að biðjast afsökunar. Í raun ætti hann að skammast sín.
Zero Zero Viðhorf hans í dag er ekki ferli hans sæmandi.
O Jogo Ronaldo réði ekki við andrúmsloftið frá stuðningsmönnum, sem og úrslitin.