
Margir vilja meina að myndband með nýju sjónarhorni af broti Cristiano Ronaldo gegn Írlandi í gær láti stórstjörnuna líta betur út.
Eins og frægt er orðið fékk hann rautt spjald fyrir að slá til leikmanns Íra í 2-0 tapi Portúgal í gær. Virtist hann kenna Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Íra, um spjaldið. Þeir höfðu átt í smá sálfræðistríði í aðdraganda leiksins.
Í dag hefur þó verið vakin athygli á nýju myndbandi af atvikinu sem sýnir Dara O’Shea hanga utan í Ronaldo áður en hann slær hann af sér.
Finnst einhverjum viðbrögð Ronaldo því skiljanlegri. Hann hagaði sér þó illa eftir brotið og gerði lítið úr O’Shea. Dómarinn breytti gulu spjaldi hans svo í rautt eftir athugun í VAR.
Hér að neðan má sjá þetta nýja sjónarhorn.
Todo el partido el defensa se la paso agarrando y empujando a Cristiano Ronaldo
Hasta que lo desquicio , toma codazo y pa casa tranquilo!
Al final lo que sucede conviene a la larga o la corta!
Yo también hubiera dado el codazo y me llevaría mi roja, a no ser que me llame… pic.twitter.com/7gAnl0tyzi
— Arielipillo (@arielipillo) November 14, 2025