

Jürgen Klopp hefur opinberað að hann muni starfa sem sérfræðingur á HM 2026, eftir að hafa leikið sér að væntingum aðdáenda um endurkoma á hliðarlínuna.
Þýski þjálfarinn, sem er 58 ára, hefur ekki stýrt liði síðan hann yfirgaf Liverpool sumarið 2024, en hefur verið orðaður við nokkur stórlið síðan þá. Klopp sagði í kjölfarið að hann gæti hætt þjálfun alveg og tók síðar við starfi hjá Red Bull sem yfirmaður fótboltamála á heimsvísu.
Nú hefur hann þó tilkynnt nýtt hlutverk, sem sérfræðingur hjá þýsku sjónvarpsstöðinni Magenta TV á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.
Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum sagði Klopp. „Ég hef ekki saknað hliðarlínunnar en núna kitlar það aftur, gras undir fótunum, stemningin á vellinum… En nei, ekki sem þjálfari – ég verð sérfræðingur á Magenta TV fyrir HM 2026,“ sagði Klopp.
Klopp er í dag talinn einn besti stjóri Liverpool í sögu félagsins eftir að hafa unnið bæði Meistaradeildina og fyrsta deildartitil liðsins í 30 ár.