fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

KA staðfestir komu Diego Montiel

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KA hefur borist góður liðsstyrkur fyrir komandi sumar en Diego Montiel skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið. Diego er 30 ára gamall miðjumaður sem gengur í raðir KA frá Bikarmeisturum Vestra.

Montiel sem kemur frá Svíþjóð gekk í raðir Vestra fyrir nýliðið sumar og var í algjöru lykilhlutverki er liðið hampaði Bikarmeistaratitlinum en hann lék alla leiki félagsins í sumar og gerði meðal annars fimm mörk í Bestudeildinni.

Fyrir komu sína vestur lék hann með Varberg í sænsku B-deildinni en þar áður spilaði hann með Vendsyssel og Velje í Danmörku, Beerschot í Belgíu, og sænsku liðunum Örgryte, Gefle, Sirius, Dalkurd, Västerås og Brommapojkarna.

Þar að auki á Montiel leiki með sænska U17 ára landsliðinu og þar á meðal vináttulandsleik gegn Íslandi árið 2014.

„Það eru ákaflega jákvæðar fréttir að fá Montiel í okkar raðir enda hefur hann sýnt gæði sín í Bestudeildinni og ætlumst við til mikils af honum. Bjóðum hann hjartanlega velkominn norður og hlökkum til að sjá hann í gula og bláa búningnum,“ segir á vef KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Í gær

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands