
Mary Earps fékk blendnar móttökur þegar hún sneri aftur á Old Trafford í fyrsta sinn síðan hún yfirgaf Manchester United síðasta sumar.
Earps gekk þá til liðs við Paris Saint-Germain á frjálsri sölu eftir fimm ár hjá United, en mætti nú fyrrverandi félögum sínum í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöld.
Earps fékk hlýjar móttökur frá hluta stuðningsmanna þegar hún kom inn á völlinn til upphitunar, en þegar flautað var til leiks breyttist stemningin og í hvert skipti sem hún snerti boltann mátti heyra baul frá hluta heimamanna. Þó héldu sumir áfram að klappa henni til heiðurs.
Markvörðurinn fór frá United í fússi og hefur síðan gagnrýnt félagið fyrir sinnuleysi í samningsviðræðum. Hún sagðist þó skilja reiði einhverra eftir leik í gær.
United vann leikinn 2-1 og hefur PSG nú tapað þremur leikjum í röð í Meistaradeildinni.
Earps er fyrrum landsliðskona Englands en hætti óvænt að gefa kost á sér skömmu fyrir EM síðasta sumar.