

Það er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Úkraínu á sunnudag til að komast í umspil um laust sæti á Heimsmeistaramótinu næsta sumar.
Þetta varð ljóst eftir að Frakkland vann 4-0 sigur á Úkraínu í kvöld og tryggði sér miða beint inn á HM.
Ísland heimsækir Úkraínu í Póllandi á sunnudag en bæði lið eru með sjö stig, markatala Íslands er hins vegar betri.
Íslandi dugar því jafntefli og gæti komið sér í dauðafæri til að komast inn á stærsta svið fótboltans.
Ísland vann góðan 2-0 sigur á Aserbaídsjan í kvöld og getur því farið inn í umspilið á sunnudag.