

Arsenal hefur fengið slæmar fréttir varðandi meiðsli Martin Ødegaard. Hann meiddist á hné í 2-0 sigri Arsenal gegn West Ham 4. október og greindist með skemmdir á liðböndum í vinstra hné.
Upphaflegt mat var að hann yrði frá í um sex vikur, sem hefði þýtt að hann kæmi til baka um eða eftir landsleikjahléið í nóvember.
Nú bendir Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, á það að endurhæfingin gæti tekið lengri tíma. Ødegaard er með norska landsliðinu í öðru hlutverki á meðan liðið undirbýr sig fyrir mikilvæga leiki gegn Eistlandi og Ítalíu í baráttunni um að komast á HM, sitt fyrsta í 28 ár.
Solbakken sagði á blaðamannafundi. „Framfarir eru stöðugar, en hann er enn talsvert frá því að vera klár.“
Ødegaard mun halda áfram endurhæfingu með norska læknateyminu í Osló.
Arsenal hefur ekki viljað gefa upp nýja tímalínu, en óttast er að fyrirliðinn gæti misst fleiri leiki en áður var talið. Ødegaard hefur verið lykilmaður í liði Arteta og fjarvera hans gæti reynst félaginu þung.